Hestaferðir í fögru umhverfi
Hestaleigan á Stóra–Kambi býður upp á stuttar hestaferðir (1 og 2 klst.). Lagt er upp frá Stóra–Kambi og riðið meðfram gullinni strandlengju undir Snæfellsjökli, á Hraunlandarifi, á milli Búða og Arnarstapa, þar sem útsýni er mikið og fagurt. Við bjóðum gestum okkar að njóta hinnar fallegu og friðsælu náttúru sem er að finna utan alfaraleiðar á Snæfellsnesi, upplifa nálægðina við hafið og kynngimagnaðan kraftinn frá jöklinum. Þetta svæði er án efa ein af fegurstu reiðleiðum á landinu.
Lagt er af stað í klukkustundar ferðirnar kl. 10, 12, 14 og 16. Tveggja tíma ferðirnar eru í boði þegar það er háfjara innan opnunartímans, vinsamlega hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.Við áskiljum okkur þó rétt til að hætta við ferð ef veðuraðstæður eru ekki hentugar fyrir hesta og menn.
Lágmarksaldur í ferðirnar er 7 ár en við bjóðum yngstu börnunum að teyma undir þeim í um 20 mínútur heima við.
Enginn lágmarksfjöldi er í ferð en við mælum með því að allar ferðir séu bókaðar fyrirfram, svo hægt sé að tryggja öllum hesta við hæfi.
Hvað er útvegað?
Við útvegum hjálma, hlífðarfatnað (regn-/vindgalla) og stígvél.
Hvað þarf að hafa með?
Best er að vera í þægilegum og hlýjum fatnaði sem er ekki sleipur og skrjáfar ekki mikið í.
Hestaferðirnar eru í boði frá 1.maí til 30. september.

Viltu vita meira?
Eða viltu bóka hestaferð? Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 852 7028.
Víkingaferðir
Við bjóðum gestum í víkingasöguferð þar sem sagnamaður fer með og segir frá með gleði og innlifun söguna af Birni Breiðvíkingakappa.
Björn Breiðvíkingakappi bjó á Kambi og er talinn hafa verið einn af fyrstu Evrópubúum til þess að nema land í Norður-Ameríku. Í heildina er ferðin u.þ.b. 2-3 tímar þar sem blandað er saman reiðtúr, sögunni af Birni Breiðvíkingakappa og matarsmakki í tíðaranda víkingatímabilsins.
Í boði eru einnig aðrar tveggja klukkustunda ferðir fyrir þá sem hafa meiri reynslu af hestum og aðrar sérsniðnar ferðir fyrir hópa og einstaklinga.
Víkingaferðir eru í boði frá 15. júní til 15.ágúst.

Viltu vita meira? Eða viltu panta víkingaferð eða sérsniðna ferð?
Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst info@storikambur.is eða hringdu í síma 852 7028.